Öskur

Palo Santo

Regular price 490 kr

Palo Santo (Bursera graveolens) er tré sem á uppruna sinn í Perú, Ekvador og öðrum löndum Suður-Ameríku. Það vex í þurrum suðrænum skógum og framleiðir ilmsterka trjákvoðu. Palo Santo þýðir ,,heilagur viður" á spænsku og hefur þessi ilmandi viður verið mikils metinn andlega og hefur verið notaður í helgum helgisiðum og til hreinsunar í þúsundir ára af frumbyggjum Suður-Ameríku.

Palo Santo hefur lengi verið notað til þess að meðhöndla sársauka og streitu. Einnig er talið að ilmurinn hjálpi við að bægja frá neikvæðri orku og hafi slakandi áhrif á líkama og huga.

Uppruni: Perú
Viðurinn kemur frá 100% sjálfbærri uppskeru án þess að valda skemmdum á lifandi trjám. Við bjóðum aðeins Palo Santo sem hafur verið safnað saman af trjám sem hafa fallið af náttúrunnar hendi.

Notkun: Viðurinn er brenndur líkt og reykelsi. Þegar viðurinn brennur hægt og rólega losar hann frá sér ilmandi reyk út í andrúmsloftið. 

Magn: 1 stykki er ca 10 cm á lengd.
1 stk = 490 kr.
3 stk = 1290 kr.