Drykkjarflaska - You Matter - 600 ml
Drykkjarflaska - You Matter - 600 ml
Drykkjarflaska - You Matter - 600 ml
Soul Bottles

Drykkjarflaska - You Matter - 600 ml

Regular price 3.990 kr Sale price 2.394 kr

Soul Bottles flöskurnar rúma 600 ml af vökva og eru framleiddar úr endurunnu gleri, ryðfríu stáli, postulíni og náttúrulegu gúmmíi.
Flöskurnar eru framleiddar í Berlín, Þýskalandi, við siðferðislega sanngjarnar aðstæður og innihalda engin skaðleg efni.

  • Innihalds efni: Ryðfrítt stál, náttúrulegt gúmmí, postulín og endurunnið gler
  • 1 € af hverri keyptri flösku fer beint til WASH góðgerðaverkefna í Nepal og Afríku
  • Framleidd í Berlín, Þýskalandi
  • Vegan
  • Plastlaus
  • Án eiturefna
  • Vatnsheld (lekur ekki)
  • Má fara í uppþvottavél 

Soul Bottles flöskurnar elska vatn og njóta þess að sturta sig í uppþvottavélinni. Við mælum með því að taka flöskuna í sundur fyrir það. Þetta myndband sýnir þér hvernig er best að fara að því.

You Matter

You Matter flaskan er hönnuð af Kerstin Schopf.

Kerstin sækir fyrst og fremst innblástur frá Instagram, til dæmis frá stacieswift og constantbageltherapy. Hún elskar hvernig Instagram feedið hennar flæðir af heiðarlegum, hvetjandi skilaboðum og teikningum. Það sýnir henni að það er hægt að takast á við samfélagsmiðla á heilbrigðan máta. Kerstin hannar vanalega á spjaldtölvu. En fyrir myndefni Soul Bottles ákvað hún að vinna á gamla mátann og skissaði fyrst með penna á hvítan pappír, skannaði og lagði lokahönd á verkið í Photoshop og Illustrator. Aðspurð um litavalið vísar Kerstin til hinna ýmsu slaufa sem vekja athygli á ákveðnum málefnum eða lýsa samstöðu. Rauða alnæmisbandið er áberandi dæmi. Litaval Kerstin var byggt á litunum í samhengi við forvarnir gegn sjálfsvígum og fyrir Soul Bottles var það einkar auðvelt: grænblár og fjólublár.